Í dag kl.17.00 verður leiðtogafundur v.landsmóts í Neskirkju. Fundurinn er í kvenfélagsherbergi í kjallara kirkjunnar, gengið er inn í kjallarann að norðanverðu.
Sigríður Rún framkvæmdastjóri ÆSKÞ mun taka á móti leiðtogum. Á fundinum verður farið yfir dagskránna, hvað felst í því að vera leiðtogi á stóru landsmóti og fleira sem tengist mótinu. Þetta er gott tækifæri til að hittast, ræða málin og spyrja spurninga sem brenna á ykkur. Ekki er gert ráð fyrir löngum fundi.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Þeir leiðtogar sem sjá sér ekki fært að vera á fundinum munu fá tölvupóst með helstu punktum strax á morgun.