Hér með að boðað til aðalfundar ÆSKÞ 7. maí 2025
Fundurinn fer fram í Seljakirkju og hefst kl. 20.00
Hægt verður að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf
Kosið verður í eftirfarandi stöður:
Formann til tveggja ára
Gjaldkera til tveggja ára
Fimm varamenn til eins árs
Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld hefur tvö atkvæði. Starf ÆSKÞ er fjölbreytt og nær til breiðs aldurshóps, hvetjum við því allar sóknir og félög til að gerast aðilar að ÆSKÞ. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.
Samkvæmt lögum ÆSKÞ skulu lagabreytingatillögur berast stjórn skrifalega eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund
Önnur mál og tillögur sem aðildarfélög óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund
Framboð til stjórnar, upplýsingar um aðalfund og lagabreytingatillögur skulu berast í gegnum tölvupóst til aeskth@aeskth.is