Nú eru aðeins 11 dagar í Landsmót og erum við heldur betur farin að hlakka til

Við minnum á Hæfileikakeppni ÆSKÞ og Hönnunarkeppni ÆSKÞ – ÆskuList

Skráningarfrestur í Hæfileikapennina rennur út 16. mars en allar upplýsingar um keppnina er að finna hér

Ekki er skráningarfrestur í Hönnunarkeppnina en ágætt er að láta vita ef ykkar félag ætlar að taka þátt

Við hlökkum til að sjá öll frábæru atriðin og frábæru listaverkin frá æskulýðsfélögunum – undirbúningur á atriði í hæfileikakeppni og á verki fyrir hönnunarkeppni er frábær leið til að þjappa hópnum saman og efla liðsheild áður en haldið er á Landsmót