Við leitum að 4 fulltrúum á aldrinum 18 – 25 ára til að taka þátt í mjög áhugaverðu og spennandi námskeiði um páskana. Ein vika af frábærri skemmtun, námi og leikjum í Transilvanyu í Rúmeníu dagana 23. – 30. mars.
Námskeiðið er byggt upp í kringum megin viðfangsefni átaka- og umbreytinga. Þá verður hver dagur tileinkaður geðheilbrigði og ýmiss konar mismunun. Fræðslu og umræðum verður stjórnað af sérfæðingum. Gestafyrirlesari er Dr. Diana Lupean.

Markmið námskeiðisins er að kenna leiðtogum að takast á við margs konar breytingar á friðsamlegan og heilbrigðan hátt bæði í einkalífi og starfi. Eftir námskeiðið verður leiðtoginn færari um að takast á við krefjandi verkefni og ýmsar áskoranir. Í boði verður hópefli, leikir, borgarferð og parý. Von er á um 70 þátttakendum og leiðbeinendum frá fjölda Evrópulanda. Þátttakendur koma frá ýmsum söfnuðum og því er sannarlega um samkirkjulegan viðburð að ræða.

Þátttaka í viðburði sem þessum gefur einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki og læra af öðrum. Þarna verða samankomnir einstaklingar með mikla reynslu af barna- og unglingastarfi og því hægt að deila upplýsingum, verkefnum, leikjum, erfiðleikum og því sem virkar vel á hverjum stað fyrir sig sem er ómetanlegt.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2024. Áhugasamir vinsamlega sendi póst á solveig@aeskth.is (Sólveig Franklínsdóttir, framkvæmdastjóri) eða mani2000@simnet.is (Ásmundur Máni Þorsteinsson, 2. tengiliður EF).