Við leitum að öflugu fólki til að vera með í landsmótsnefnd. Hún á veg og vanda að allri framkvæmd og skipulagningu Landsmóts. Nefndin fundar reglulega með framkvæmdastjóra og landsmótsstjóra og saman vinnur hópurinn að því að búa til ógleymanlegan viðburð.

Öllu jafna skipa 10 manns nefndina, meðal verkefnana eru:

Landsmótsstjóri

Vaktstjóri

Fulltrúi heimabyggðar

Fjölmiðlafulltrúi

Sviðsstjóri

Veitingastjóri

Viðburðarstjóri

Tæknistjóri

L0 – sjálfboðaliðar

Hlaupari/Reddari

Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega sendið póst á aeskth@aeskth.is