Biskup Íslands hefur boðað til Kirkjuþings unga fólksins (KUF) dagana 12-13 maí nk. Að taka þátt í störfum KUF er virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt. Þar gefst ungu fólki tækifæri til hafa raunveruleg áhrif á stöf kirkjunna og móta hana að sinni framtíðarsýn.

Þingið mun fara fram í Háteigskirkju.

Á þinginu eiga sæti samkvæmt reglum KUF:

a) Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
b) Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
c) Kjalarnessprófastsdæmi, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
d) Vesturlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
e) Vestfjarðaprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
f) Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1
ungmenni.
g) Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.
h) Austurlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
i) Suðurprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.

Auk fulltrúa prófastsdæmanna velur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi þrjá fulltrúa
frá félögunum til setu á kirkjuþinginu sem hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki
atkvæðisrétt.

Fulltrúar skulu vera á aldursbilinu 14 til 35 ára, skráðir í þjóðkirkjuna og starfandi
og/eða búsettir í því kjördæmi sem þeir sitja fyrir. Prófastar bera ábyrgð á
tilnefningum og vali fulltrúa til kirkjuþings unga fólksins í samráði við sóknarpresta,
presta, djákna, æskulýðsfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á kirkjustarfi í hverju
prófastsdæmi. Hafa allir fyrrnefndir aðilar rétt til að tilnefna fulltrúa á kirkjuþing
unga fólksins og skal senda prófasti þær tilnefningar. Biskup tilkynnir öllum sem að
framan greinir um rétt þeirra til að tilnefna fulltrúa. Prófastur tilkynnir valda fulltrúa
til verkefnisstjóra kirkjuþings unga fólksins.

Frekari upplýsingar um KUF