Vaktu með Kristi er áhugaverð samvera fyrir æskulýðsfélög og fermingarhópa. Markmið viðburðarins er að fara saman í gegnum píslarsögu Krists frá upphafi til páska. Vakan stendur frá kl 21:00 á Skírdagskvöld og stendur til klukkan 8:00 að morgni Föstudagsins langa.
Á þessum viðburði leiðum við hugann að atburðum næturinnar þegar Jesú var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sínum þessa síðustu nótt og upplifum atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt.
Uppbygging vökunar er tvíþætt – reglulegar helgistundir og íhugun í kirkjunni þar sem Píslarsagan verður lesin og unglingarnir minnast fórnarinnar og máta eigið líf við Jesú í bland við fjölbreytta dagskrá, þar sem í boði eru: leikir, smiðjur, söngur, afslöppun og kvikmyndin Jesus Christ Superstar.
Frekari upplýsingar um viðburðinn, dagskrá og hugleiðingar er að finna hér: VAKTU MEÐ KRISTI