Nú er opið fyrir umsóknir úr æskulýðssjóð og viljum við gjarnan aðstoða æskulýðsfélög sem hafa áhuga á að sækja um í sjóðinn við gerð umsóknar. Endilega ef þið hafið hugmyndir af verkefnum fyrir börn eða ungmenni eða fyrir leiðtoga endilega heyrið í stjórn ÆSKÞ og við hjálpumst að.
Verkefnin geta verið af ýmsum toga en mega ekki vera reglulegir eða endurteknir viðburðir eins og mót, þing eða ferðalög. Þá er einnig hægt að sækja um í sjóði Erasmus+ fyrir alþjóðlegum verkefnum ef áhugi er fyrir slíku.
Frekari upplýsingar og spjall: joninasif@aeskth.is