Við viljum minna aðildarfélög ÆSKÞ á SMS kerfið. Með því er hægt að senda skeyti á hópa með tilkynningum um æskulýðsfundi og aðra viðburði. Kosturinn við kerfið er margþættur og við hvetjum ykkur til að nýtta ykkur þetta.

Með því að nota SMS kerfið er hægt að koma skilaboðum til þátttakanda án þess það krefjist þess að þeir séu með aðgang að samfélagsmiðlum.

SMS kerfið kostar aðildarfélögin ekki neitt, en aðrir borga fyrir notkunina. Þeir sem vilja setja upp aðgang geta sent tölvupóst á sms@aeskth.is.

Innskráning á vefinn er hér: sms.aeskth.is