Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir samstarfið á liðnum árum. Framundan er ennþá óvissa varðandi Janúarnámskeið og verður staðan áfram metin í takt við tilmæli sóttvarnaryfirvalda.

Verkefnin framundan eru þó aðalfundur ÆSKÞ sem verður auglýstur von bráðar. Á vormánuðum fer undirbúningur landsmóts á fullan kraft með það fyrir augum að geta vonandi loksins haldið mót á staðnum.

Við vonumst svo sannarlega til að eftir þessa bylgju birti til og að árið 2022 verði árið sem við munum halda hefðbundinni dagskrá að mestu leiti.

Til að láta okkur hlakka enn meira til leyfum við þessu skemmtilega kynningarmyndbandi að fljóta með í þessari nýárskveðju.

https://www.youtube.com/watch?v=heTS0j3TCc0