Það styttist í fjarmót ÆSKÞ!
Dagskráin hefst með mótsetningu kl 16 laugardaginn 16. okt en dagskrá lýkur kl 22:00. Hægt er að nálagst dagskrána og frekari upplýsingar um hvern dagskrár lið hér:
Við hvetjum æskulýðsleiðtoga til að bjóða til heilsdagsamveru eða gistinætur og nýta Fjarmótið sem hluta af dagskránni. Það eina sem þarf til að geta tekið þátt er nettengd tölva með vefmyndavél.
Mótið er æskulýðsfélögunum að kostnaðarlausu, en við óskum engu að síður eftir skráningum. Hinsvegar ef félögin ætla sér að hittast og eiga samveru saman má reikna með að viðburðurinn kosti. Endilega kynnið ykkur mögulega fjárhagsáætlun vegna Fjarmóts og styrkinn sem ÆSKÞ býður aðildarfélögunum uppá.
Ef æskulýðsfélögin gætu tilkynnt þátttöku sína og hugsanlegan fjölda fyrir lok 11. okt þá væri það frábært.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skraning@aeskth.is
Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið línu á aeskth@aeskth.is