ÆSKÞ og ÆSKR héldu á dögunum skyndihjálparnámskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi.
Námskeiðið fór fram í Neskirkju þann 6. október en námskeið þetta hefur verið fastur liður á tveggja ára fresti í starfsáætlunum ÆSKÞ og ÆSKR.
Farið var yfir fjögur skref skyndihjálpar en að þessu sinni sá sjálfboðaliðinn Sigurður Haraldsson um námskeiðið. Mikilvægt er fyrir okkur öll að kunna undirstöðuatriði skyndihjálpar, sumir þátttakendur mættu á sitt fyrsta námskeið en aðrir mættu til að rifja upp og halda þekkingunni við. Ágætist mæting var á námskeiðið og gátu nokkrir af landsbyggðinni nýtt sér þann möguleika að taka þátt í fjarfundi.
Við þökkum þátttakendum og Rauða krossinum fyrir samveruna á þessu mikilvæga námskeiði.