Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar óskar hér með eftir umsóknum um afleysingu í starf framkvæmdastjóra. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. október 2021 til 1. nóvember 2022.*
ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar. Sambandið stendur fyrir fjölbreyttum æskulýðsviðburðum og er málsvari æskulýðsstarfs innan íslensku Þjóðkirkjunnar.
Starfsstöð sambandsins er í Neskirkju í Reykjavík. Menntunar- og hæfnikröfur eru háskólamenntun sem nýtist í starfi eða reynsla af sambærilegu starfi sem og víðtæk reynsla af æskulýðsstarfi. Framkvæmdastjóri verður að geta unnið sjálfstætt, vera skipulagður og hafa frumkvæði. Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar ÆSKÞ.
Starfið felur í sér:
- Daglegur rekstur og umsýsla sambandsins.
- Undirbúningur aðalfundar s.s. gerð fjárhagsáætlana oþh.
- Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd viðburða og námskeiða.
- Seta á stjórnarfundum ÆSKÞ.
- Styrk umsóknir.
- Samskipti við aðildarfélög, samstarfsaðila og starfsfólk í barna og unglingastarfi.
- Seta í nefndum og ráðum þar sem nærveru ÆSKÞ er óskað.
- Málsvörn fyrir ungt fólk í kirkjunni.
- Undirbúningur vegna Landsmóts ÆSKÞ.
- Framkvæmd Landsmóts ÆSKÞ í samstarfi með stjórn, landsmótsnefnd og Landsmótsstjóra.
Staða framkvæmdastjóra er 60%
Frekari upplýsingar um starfið veitir Jónína Sif framkvæmdastjóri: joninasif@aeskth.is
Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem Biskupsstofu er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni.
Eyðublað um heimild til öflunar gagna
Umsóknarfrestur er til 8. september 2021. Umsóknir skulu sendar á aeskth@aeskth.is.
*Tímabil ráðningar getur verið samkomulags atriði milli stjórnar og umsækjanda.
Stjórn ÆSKÞ ber ábyrgð á ráðningu afleysingar framkvæmdastjóra.