Þá er aðalfundi European Fellowship lokið að þessu sinni. Fundurinn gekk að öllu leyti vel og var vel sóttur, en alls sátu 15 aðilar fundinn. Fulltrúar Íslands að þessu sinni voru Jónína Sif, Jóhanna Ýr og Katrín Helga. Sigurður Óskar sat einnig fundinn en hann var að ljúka síðasta ári sínu í stjórn EF. ÆSKÞ og EF þakka honum kærlega fyrir.
Á fundinum var að venju mestu helgaður venjubundnum aðalfundarstörfum, en auk þess gafst líka góður tími til að ræða æskulýðsmálin í hverju landi fyrir sig. Það er mikilvægt að fá tækifæri reglulega til að hitta annað æskulýðsstarfsfólk og bera saman bækur sínar. Við erum öll að glíma við svipuð vandamál og samskonar sigra í okkar starfi, þvert á landamæri og því frábært að geta deilt reynslu og lært af öðrum.
Fjármál EF eru að þessu sinni í ágætu jafnvægi, en það getur reynst fólkið að reka sjálfboðasamtök eins og þessi einungis á styrkjum og aðildargjöldum. Hins vegar var ljóst fyrir skemmstu að ekki fengust áætlaðir styrkir vegna Easter Course og því veður minni niðurgreiðsla á það námskeið en oft áður.
Nýr varaformaður var kosinn í stjórn á fundinum í ár. Ísland átti fulltrúa í framboði en hún missti af sætinu með einu atkvæði og kom það því í hlut hennar finnsku Nelli Marjakangas að taka við sætinu hans Sigurðar.
Framundan hjá aðildarsamböndum EF eru nokkrir spennandi viðburðir og ber þar helst að nefna Pisara 2023 sem er alþjóðlegt ungmenna- og fjölskyldumót í Finnlandi. Ferð til Pisara gæti verið skemmtileg gulrót fyrir æskulýðsstarfið eða spennandi möguleiki fyrir fjölskyldufríið. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um Pisara geta sent tölvupóst á joninasif@aeskth.is