Nú er líður senn að því að landmót sé hálfnað. Ferðalagið að mótið gekk í stórum dráttum vel þrátt fyrir að smá tafir hafi verið á rútum vegna veðurs og smávægilegrar bilunar.
Þátttakendur hafa verið til sóma og tekið virkan þátt í dagskrá mótsins, en þau hafa meðal annars farið í ratleik um Ólafsvík, Sundlaugar partý, fræðslu, helgistund og kvöldvöku.
Maturinn á mótinu er í höndum kvennfélagsins, þær hafa hrósað þátttakendum fyrir kurteisi og dugnað við frágang.
Við hlökkum til framhaldsins og vonum að mótið verði gleðilegt fyrir alla.
Vegna nýrra persónuverndarlaga er minna um myndir af mótinu en oft áður, en þó mun einhverjar myndir birtast á instagram síðunni okkar undir merkinu #Landsmot og #SkapandiLandsmot