Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að nýju sms kerfi ÆSKÞ. Kerfið gerir notendum kleift að senda sms á æskulýðshópana sína.
Aðgangur að kerfinu er hugsaður fyrir aðildarfélög ÆSKÞ og er þeim að kostnaðarlausu, en greitt er fyrir hver sent sms líkt og áður.
Til að sækja um aðgang þarf að senda tölvupóst með helstu upplýsingum á sms@aeskth.is – innskráning á vefinn er hér: sms.aeskth.is
Við minnum einnig á að næsta laugardag fer gleðigangan fram. ÆSKÞ mun að venju taka þátt og vonumst við til að sjá sem flesta koma með okkur.