Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn í Neskirkju miðvikudaginn 27. febrúar kl. 18:00. Á fundinum verður farið yfir skýrslu formans, framkvæmdarstjóra og landsmótsstjóra ásamt því að farið verður yfir ársreikning 2018 og starfs- og fjárhagsáætlun 2019.
Kosið verður um formann og gjaldkera félagsins ásamt fimm varamönnum.
Boðið verður upp á veitingar á meðan fundi stendur.
Þeir sem ekki eiga kost á því að koma í Neskirkju er velkomið að hafa samband við framkvæmdarstjóra ÆSKÞ til að tengjast í gegnum Skype. Aðgangurinn er undir tölvupóstfanginu gjaldkeri[hjá]aeskth.is og nafnið er Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar ÆSKÞ.
Þá minnum við leiðtoga á að skrá sig á póstlista ÆSKÞ, með því að senda tölvupóst á aeskth@aeskth.is