Leikandi Landsmót.
Framundan er einn stærsti viðburður æskulýðsfélaganna á Íslandi nánar tiltekið Landsmót ÆSKÞ sem verður að þessu sinni á Egilsstöðum helgina 26. – 28. október.
Landsmótsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi mótsins og er vægast sagt mikil tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu. Við hvetjum leiðtoga og presta til að kynna landsmótið vel fyrir sínum félögum en þemað í ár er Leikandi Landsmót.
Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að rjúfa félagslega einangrun og það ætlum við að gera með því að leika okkur! Það verður því mikið lagt upp úr gömlu góðu leikjunum í bland við nýja.
Allar upplýsingar um mótið má finna í hlekk hér að ofan.
Sjáumst á landsmóti!
Fyrir hönd landsmótsnefndar,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, landsmótstjóri
#leikandilandsmot