ÆSKÞ mun í haust standa fyrir alþjóðlegur leiðtoganámskeiði þar sem lögð verður áhersla á að kenna leiki og afhverju þeir virka svona vel til að efla börn og unglinga. Markmiðið er að læra hvernig við rjúfum félagslega einangrun með því hvetja til samveru og fáum í leiðinni tækifæri til þess að læra nýja og skemmtilega leiki sem virka í því samhengi.
Námskeiðið fer fram á Úlfljótsvatni dagana 16-19 ágúst næstkomandi. Skráningarfrestur rennur út 30. júlí.
Námskeiðið kostar 25.000 krónur, þeir sem koma langt að geta sótt um ferðastyrk. Við hvetjum sóknir til að senda leiðtoga á námskeiðið. Það er óhætt að segja að mikil metnaður hafi verið lagður í undirbúning þess og það er von okkar hjá ÆSKÞ að námskeiðið muni efla leiðtoga verulega í sínu starfi.
Námskeiðið er styrkt af Erasmus+.
Hér er bæklingur með nytsamlegum upplýsingum
Umsóknir fara fram hér.