Nú styttist í landsmót og gengur undirbúningur vel. Landsmótsnefnd er að móta dagskrá og skipuleggja ferðir til og frá landsmótssvæðinu og ganga frá samningum við tónlistarfólk og aðra sem að mótinu koma.
Þá er tímabært að æskulýðsfélögin hefji undirbúning en hér á síðunni er að finna allar mikilvægar upplýsingar. En þó er mikilvægt að muna að skráningu lýkur 29. september. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Yfirskriftin er (ó)nýtt lansmót sem tengist þemanu okkar um umhverfisvitun og nýtingu.
Hér meðfylgjandi er skjal sem hjálpar leiðtogum að skipuleggja ferðina á landsmót. Við hjá ÆSKÞ erum orðin full tilhlökkunar og vonum að slíkt hið sama eigi við um ykkur!
Skjalið: Að fara á landsmót 2017