Stjórn ÆSKÞ boðar til aðalfundar ÆSKÞ þann 1. mars 2017 kl. 17:00 í Neskirkju. Dagskrá fundarins er í samræmi við IV. kafla laga ÆSKÞ.
Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Atkvæðisrétt hafa aðildarfélög, hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld, hefur tvö atkvæði. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.
Fullrúar félaga sem þurfa að ferðast á fundinn um langan veg geta sótt um styrk. Unnt er að sækja um styrkinn með því að senda póst á aeskth@aeskth.is.