Hópurinn frá Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli er nú rétt ókominn á Blönduós þar sem ný rúta bíður þeirra. Þau fá þar kvöldmat áður en haldið verður áfram til Akureyrar.
Ástæða tafarinnar er að dekk rútunnar sem flutti hópinn sprungu í tvígang og hefur því verið ákveðið að skipta um rútu.
Landsmótsnefnd þykir leitt að þessar tafir hafi orðið og gerir sitt besta til þess að ferð hópsins megi halda áfram.
Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra ÆSKÞ, Jónínu Sif, í síma 661-8485.