22908583962_27b30c04c8_kÞá er erfiðri vinnu dómnefndar í forvali hæfileikakeppninnar lokið. Ellefu atriði voru skráð til leiks og féll það í hlut dómnefndar að skoða þau og velja fimm bestu atriðin.

Eftirfarandi fimm atriði komust áfram og keppa til úrslita kl. 16:00 laugardaginn 22. október 2016 í íþróttahöllinni á Akureyri:

  • Árbæjarkirkja
  • Hólaneskirkja
  • Íslenski söfnuðurinn í Noregi
  • Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall
  • Selfosskirkja

Stigagjöf í úrslitakeppninni verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. að stig dómnefndar gilda 50% á móti 50% stigum sem öll æskulýðsfélög á mótinu gefa. Þetta verður því æsispennandi keppni.

Umsjónarmaður hæfileikakeppninnar er Konný Björg Jónasdóttir. Atriðin sem komust áfram þurfa að vera í sambandi við hana til þess að allar upplýsingar um tæknilegar þarfir og slíkt séu á hreinu.

Kveðja
Dómnefnd hæfileikakeppninnar 2016

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir
Jónína Sif Eyþórsdóttir
Sigurður Óskar Óskarsson