Í ár er GEÐVEIKT landsmót og mun fræðslan fjalla um geðheilbrigði barna og unglinga. Á mótinu ætlum við að leggja okkar að mörkum til þess að rjúfa félagslega einangrun íslenskra barna í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Söfnunin í ár verður ekki talin í peningum heldur í Pollum og Hemmum! Allur ágóði af sjoppu og karnivali á landsmótinu rennur í Pollasjóð og Hemmasjóð Hjálparstarfsins. Pollasjóður hefur það markmið að styrkja börn til tónlistarnáms og er kenndur við hina litríku hljómsveit Pollapönk. Hemmasjóður styrkir börn efnalítilla fjölskyldna og veitir þeim tækifæri til að iðka íþróttir með vinum sínum og félögum, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson lagði til stofnfé í sjóðinn.
Hversu mörgum Pollum og Hemmum getum við safnað?