Kirkjuþing unga fólksins kom saman laugardaginn 17. maí. Fjögur mál lágu fyrir þinginu en eftir umræður og nefndarvinnu voru fimm mál samþykkt. Þingið sátu fulltrúar frá öllu landinu sem tilnefndir eru af prófastsdæmum og KFUM og KFUK. Forseti Kirkjuþings unga fólksins var kjörin Þóra Björk Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi í Grafarvogskirkju.
Kirkjuþing unga fólksins lagði til að leiðarþing verði haldin í hverju prófastdæmi til þess að undirbúa mál fyrir kirkjuþing unga fólksins og einnig að skapaður verði rafrænn umræðuvettvangur fyrir ungt fólk. Þannig endurspegli Kirkjuþing unga fólksins sem best vilja, hugmyndir og skoðanir ungs fólks í kirkjunni.
Kirkjuþing unga fólksins skorar á kirkjuna að beita sér og vera sýnileg í umhverfismálum. Lagt var til að komið verði á umhverfisnefnd innan kirkjunnar sem væri í samstarfi við félög eins og Changemaker, Landvernd og Unga umhverfissinna.
Kirkjuþing unga fólksins harmar niðurskurð í barna- og æskulýðsmálum og vill undirstrika mikilvægi þess að kirkja og stjórnvöld standi vörð um æskulýðsmál. Einnig lagði þingið til að leiðtogar í barna- og æskulýðsstarfi ættu að vera launaðir leiðtogar og að kirkjan hefði launataxta sem væri í samræmi við ábyrgð og menntun. Kirkjuþing unga fólksins lagði einnig til að skylda ætti leiðtoga til þess að sækja ákveðin námskeið og að starfsumhverfi þeirra hvetji þá til að sækja námskeið, mennta sig og viðhalda menntun sinni.
Hér má sjá þingmál Kirkjuþings unga fólksins, nefndarálit og breytingartillögur.
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 1. mál nefndarálit og breytingartillagat
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 2. mál nefndarálit og breytingartillaga
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 3. mál til þingsályktunar um barna og æskulýðsmál
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 3. mál nefndarálit og breytingartillaga
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 5. mál um barna og æskulýðsstarf
Kirkjuþing unga fólksins 2014 – 5. mál nefndarálit og breytingartillaga