Vaktu með Kristi er næturdagskrá í boði ÆSKÞ og ÆNK sem haldin er í Neskirkju aðfaranótt föstudagsins langa. Vakan byrjar á skírdagskvöldi 17. apríl kl. 22.00 og endar að morgni föstudagsins langa kl. 08.00, 18.apríl. Á vökunni leiðum við hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sínum þessa síðustu nótt. Þannig fáum við tækifæri til að upplifa atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt.
Uppbygging vökunnar er tvíþætt. Annars vegar eru helgistundir í kirkjunni og hins vegar er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem ýmislegt er í boði, listasmiðjur, söngur, leikir, afslöppun og kvikmyndin Jesus Christ Superstar. Húsið lokar kl 23.00 og eftir það er ekki hægt að fara nema foreldri/forráðamaður sæki viðkomandi.
Þátttakendur þurfa í raun ekkert að taka með sér, en það er gott að taka með sér dýnu, svefnpoka og tannbursta, ef ætlunin er að hvílast eitthvað yfir nóttina. Boðið verður upp á sameiginlega máltíð um nóttina, en allt annað, s.s nammi, verður hver og einn að taka með sér. Ekki verður hægt að fá að skreppa út í sjoppu.
Kostnaður er kr.1000,- Innifalið: hressing, matur og rútuferð heim.
ÆSKULÝÐSFÉLÖG UTAN HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS HAFA KOST Á AÐ FÁ DAGSKRÁ OG ANNAÐ SKIPULAG TIL AÐ HALDA VAKTU MEÐ KRISTI Í SINNI KIRKJU
LEIÐTOGAR TILKYNNI FJÖLDA ÞÁTTTAKENDA Í NESKIRKJU FYRIR 11. apríl
Hægt er að skrá sig sitt æskulýðsfélag eða óska eftir dagskrá með því að hringja í síma 6618485 eða á eva@aeskth.is