Já, það er komið á hreint að landsmótið okkar í ár verður annað fjölmennasta landsmót frá upphafi. Aðeins landsmótið á Akureyri 2010 var stærra. Landsmótsnefndin er því komin með fiðring í allar tær og hlakkar mikið til að hitta ykkur öll eftir einungis 2 VIKUR! Tilviljun? hittist í vikunni og tók upp landsmótslagið okkar sem verður kynnt sérstaklega núna um helgina, vonandi getum við svo gert það aðgengilegt fyrir ykkur svo að þið getið sett það sem hringitón í símana ykkar 🙂
Nú þegar skráningu á mótið er lokið hvetjum við æskulýðsfélögin til að setja allan kraft í undirbúning á atriðum fyrir hæfileikakeppnina sem verður með glæsilegasta móti í ár. Allar upplýsingar um keppnina er að finna hér á síðunni. VIð vekjum athygli á því að í ár fer öll skráning í keppnina fram rafrænt – skráningu lýkur 19.október næstkomandi. Einnig minnum við á að litur landsmóts 2012 er GRÆNN og það er um að gera fyrir æskulýðsfélögin að upphugsa sniðuga búninga sem innihalda þennan gullfallega lit. Það er til mikils að vinna svo við hvetjum alla til að taka þátt í þessum keppnum. Gangi ykkur sem allra best í undirbúningi núna á lokasprettinum.