Nýverið setti landsmótsstjóri inn skemmtilegan „teaser“ þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og heimsforeldri talar um sína reynslu af hjálparstarfi. Í ár mun landsmót ÆSKÞ beina sjónum sínum til Malawí, nánar tiltekið Chikwawa héraðs. Þar hefur Hjálparstarf kirkjunnar unnið mikið og gott starf og langar okkur að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni fyrir betri lífsgæðum í héraðinu.
Myndbandið með Palla má sjá hér. Endilega kíkið á þessi skemmtilegu skilaðboð en nýtt myndband er væntanlegt á næstunni. Einnig viljum við enn og aftur minna á glænýja Facebook síðu landsmóts sem má finna á slóðinni:https://www.facebook.com/landsmot.aeskth.
Landsmótskveðjur 🙂