Nú er undirbúningur fyrir Landsmót ÆSKÞ 2012 í fullum gangi. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 26-28. október nk. Mótið sjálft fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og gist verður í Egilsstaðaskóla. Fljótlega munu upplýsingar um mótsgjald koma út og í sumar munu svo nánari upplýsingar um dagskrá, hópastarf o.fl. týnast inn.
Skráning á mótið opnar í byrjun september og er síðasti skráningardagur þremur vikum fyrir mót eða 5. október.
Góðgerðarþema mótsins í ár verður einnig kynnt fljótlega en gert er ráð fyrir að safna fé til kaupa á geitum og smokkum fyrir fátækt fólk á suð-austur horni Afríku.