Á morgun munu rúmlega 500 ungmenni bruna á Selfoss og eiga þar saman FRÁBÆRA helgi á LANDSMÓTI ÆSKÞ ! Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll og vonum svo sannarlega að þið munið eiga ógleymanlega helgi. Dagskrá landsmóts í ár er spennandi og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hópastarfið telur yfir 20 hópa þar sem þið getið lært allt frá Hip Hop yfir í Sushi. Fræðslan verður óvænt og skemmtileg … eitthvað sem enginn býst við! Tilviljun? er búin að semja nýtt og ferskt landsmótslag sem verður frumflutt á setningunni á föstudaginn. Ingó Veðurguð heldur uppi stuðinu í sundlaugarpartýinu og Stuðlabandi tryllir lýðinn á ballinu ásamt Dj Búna ….. ÞETTA VERÐUR LEGENDARY!
SJÁUMST Á MORGUN