Hæfileikakeppni æskulýðsfélaganna er af mörgum talin einn af hápunktum mótsins og svo verður einnig í ár. Síðustu ár hefur mótið stækkað gríðarlega og fjöldi atriða þar af leiðandi meiri en áður. Hæfileikakeppnin í ár verður á laugardagskvöldinu, líkt og verið hefur. Landsmótsnefnd hefur ákveðið að hvert atriði megi ekki vera lengra en 2.00 – 2.30 mínútur. Þetta er gert til þess að keppnin fljóti betur og gangi örugglega fyrir sig. Einungis er heimilt að vera með 1 atriði frá hverju æskulýðsfélagi.
Hægt er að skrá atriði í keppnina með því að senda póst á : landsmot@aeskth.is, en einnig er hægt að skrá atriði til keppni milli 5-7 á laugardeginum. Það sem þarf að koma fram við skráningu í hæfileikakeppnina er:
- Æskulýðsfélag
- Hverskonar atriði
- Nöfn þeirra sem eru í atriðinu (ef um er að ræða marga er þetta ekki endilega nauðsynlegt)
- Krefst atriðið einhvers (stólar, vídjó, gólfpláss fl….)
Eins og venjulega eru veglegir vinningar í boði svo það er til mikils að vinna. Við hlökkum mikið til að sjá þá miklu hæfileika sem búa í félögunum.
Einnig viljum við minna á að núna eru bara 2 dagar þar til skráningu lýkur á Landsmót ÆSKÞ. Hvetjum leiðtoga til að ganga frá öllu inni á skráningarkerfinu okkar. Ef upp koma spurningar þessu tengdar þá hafið endilega samband.