Já, það styttist svo sannarlega í Landsmótið okkar og nú er svo komið að aðeins 7 dagar eru í það að skráningu ljúki. Við hvetjum alla leiðtoga til þess að kynna sér skráningarkerfið, hægt er að fara inn á kerfið undir liðnum landsmót hér fyrir ofan á síðunni. Ungleiðtogar sem eru 17 ára eða eldri geta sótt um að koma sem sjálfboðaliðar á mótið og þarf einnig að sækja um það hér inni á síðunni, umsóknarfrestur þar er sá sami og skráningarfrestur á mótið, 7.októb
Nú um helgina koma inn upplýsingar um hæfileikakeppnina og fyrirkomulag á henni sem verður með örlítið breyttu sniði í ár. Hlökkum við til að sjá alla þá frábæru hæfileika sem búa í félögunum okkar 🙂
Fylgist með um helgina.