Aðalfundur European Fellowship var haldinn á Íslandi dagana 20. – 22. maí sl. Fundinn sóttu fulltrúar 7 aðildarfélaga, en ÆSKÞ er með auka aðild að EF. Á fundinum voru mörg mál á dagskrá. Aðal umræðuefnið var hvernig nýtt stjórnarfyrirkomulag samtakanna hefði tekist þetta fyrsta starfsár þess. Farið var yfir helstu viðburði ársins og næstu tvö ár skipulögð. M.a. var ákveðið að páskanámskeiðið „Easter Course“ yrði haldið á Íslandi árið 2013. Á heimasíðu samtakanna www.europeanfellowship.com er að finna allar upplýsingar um komandi viðburði sem öllum aðildarfélögum þeirra er boðið að taka þátt í. Samtökin eru einnig með síðu á Facebook og Twitter þar sem viðburðir eru auglýstir. Þátttakendur fundarins voru ánægðir með afrakstur fundarins og ferðalagið „Gullna hringinn“ sem stjórnarmeðlimir ÆSKÞ fóru með þá í seinnipart laugardagsins. En þeir upplifðu þar m.a. að sjá upphaf nýbyrjaðs goss í Grímsvötnum.