Laugardaginn 7.maí (í dag) framkvæmdi LÆK sinn fyrsta gjörning.  Sviðið var Stjörnutorg Kringlunnar í hádeginu.  Atriðið var að erlendri fyrirmynd og minnir okkur á mikilvægi endurvinnslu.  Skilin var eftir plastflaska við hlið endurvinnslutunnu og síðan fylgdumst við með hvort einhver myndi taka hana upp og skila henni í tunnuna.  20 mínútur liðu áður en eitthvað gerðist.  Endilega kíkið á myndbandið.

\“Flösku-Kank\“