ATH- breytt dagsetning á TTT-móti ÆSKÞ.
Hinu árlega TTT-mót ÆSKÞ verður auglýst hefur verið helgina 8. – 9. apríl næstkomandi hefur verið frestað til 29. – 30 arpíl. Mótið verður haldið í Ölveri eða Vindáshlíð, en það fer eftir fjölda þátttakenda.
Lagt verður af stað frá Árbæjarkirkju á föstudeginum kl. 17 og komið til baka á laugardeginum um kl. 16.
Þema mótsins er “Ég er hermaður Krists”. Allir eru mjög mikilvægir sem lærisveinar Jesú og allir geta gert mikið gagn.
Dagskráin er að sjálfsögðu vönduð og skemmtileg. Verð fyrir hvert barn í ferðina er 3500 kr. og er innifalið í því GISTING OG MATUR ALLAN TÍMANN. ATH. Rútukostnaður er ekki innifalinn í verðinu. Bæklingur og frekari upplýsingar í tengli hér fyrir neðan.
Skráningarfrestur er til 15. apríl og við skráningum tekur Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni
margret@aerbaejarkirkja.is
sími: 697-5454